Ferðir um Ísland síðan 1969

Njóttu ferðarinnar með þínum hóp í rútu frá okkur!

Það er markmið okkar hjá GTS að bjóða upp á góða og „framúrskarandi“ þjónustu á öllum sviðum starfseminnar, frá öllu okkar starfsfólki.

Fyrirtækið leggur áherslu á að halda stöðu sinni sem viðurkennt, virt og leiðandi fyrirtæki á öllum sviðum gæðamála sem tengjast starfsemi okkar. Við leitum alltaf nýrra leiða til að bæta enn frekar þá frábæru þjónustu sem við nú þegar veitum.

Markmið GTS er að sýna fram á að rafvæðing sé raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir að því að vera leiðandi í orkuskiptum á Íslandi í hópferðastarfsemi. GTS leggur áherslu á græna orku, að draga úr mengun og umhverfisvænan rekstur.

Íslensk stjórnvöld hafa í fimm ár veitt verðlaunin „Framúrskarandi fyrirtæki“ fyrir fyrirtæki sem sýna hæstu kröfur sem völ er á. Af öllum íslenskum fyrirtækjum sem sækja um slíka stöðu öðlast aðeins 1% íslenskra fyrirtækja viðurkenninguna. Á hverju þessara 5 ára hefur Guðmundur Tyrfingsson hf. hlotið þessi verðlaun.

Fréttir

Grænu bílarnir nú enn grænni

Grænu bílarnir nú enn grænni

Í vikunni bætist Yutong rafmagnsrúta í flotann hjá GTS. Þetta er lúxusrúta fyrir 49 farþega, með leðursætum, USB hleðslu við öll sæti og salerni. Á næstunni er svo væntanleg önnur rafmagnsrúta. Grænu bílarnir okkar eru því að verða enn...

Aukin þjónusta við íbúa Árborgar

Aukin þjónusta við íbúa Árborgar

GTS og Sveitarfélagið Árbog hafa undirritað samning um aukna þjónustu við fatlaða íbúa Árborgar. Með þessum samningi er tekinn í notkun viðbótarbíll sem er sérútbúinn bíll fyrir hjólastóla, af gerðinni Mercedes Bens Sprinter. Þar með eru fjórir bílar frá fyrirtækinu...

Dodge Weapon enduruppgerður

Dodge Weapon enduruppgerður

Dodge Weapon árgerð 1953 enduruppgerður 5. febrúar 2021 Þann 5. febrúar 1965 fór Dodge Weapon í akstur sem ný uppgerður hópferðabíll. Bíllinn er 1953 árgerð og var í hópferðaakstri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á árunum 1964-1975. Bíllinn var svo endurbyggður fyrst árið...